Samkvæmt frétt á vefmiðlinum RÚV.is mun starfandi heilbrigðisráðherra Guðmundur Ingi Guðbrandsson gera ráð fyrir að þær samkomutakmarkanir sem nú eru í gildi, verði framlengdar um 2-3 vikur. Þannig verði einnig haldið í þann mun á takmörkunum sem í gildi eru fyrir Höfuðborgarsvæðið og restina af landinu.

Sóttvarnarlæknir sendi minnisblað sitt í gær til umfjöllunar ríkisstjórnar í dag. Þar segir heilbrigðisráðherra fyrst og fremst vera rætt hvort að ráðuneytið geri sumar af tillögum sóttvarnarlæknis varðandi íþróttastarf að beinum aðgerðum, en eins og þetta ferli fór síðast hjá yfirvöldum varð augljóst mikið ósamræmi milli tillagna sóttvarnalæknis og svo því sem heilbrigðisráðuneytið auglýsti sem aðgerðir í kjölfarið.

Von er á frekari upplýsingum frá ráðuneytinu, en ljóst þykir að ekki verður horfið frá þeim aðgerðum sem boðaðar voru fyrir 11 dögum og áttu að renna út nú á mánudag 19. október.