Pollamóti Þórs hefur verið frestað til laugardagsins 21. nóvember næstkomandi vegna hertra sóttvarnarráðstafana. Upphaflega átti það að fara fram 24. október, en norðanmenn eru ekki bjartsýnir á að samkomuráðstafanir verði rýmkaðar nóg fyrir þann tíma. Tilkynningu forsvarsmanna má lesa hér fyrir neðan.

Tilkynning Þórs:

Heil og sæl

Í ljósi hertra sóttvarnarráðstafanna neyðist mótsnefnd til þess að fresta Pollamóti Þórs í körfuknattleik til laugardagsins 21. nóvember. Okkur þykir þetta mjög miður en það er einfaldlega ekki hægt að halda Pollamótið miðað við núverandi reglur. Líkurnar á því að reglurnar verði í rýmkaðar nægjanlega mikið fyrir laugardaginn 24. október eru litlar sem engar. Það þýðir hins vegar ekkert að gráta Björn bónda heldur fylkja liði . . . á Pollamót Þórs í körfuknattleik laugardaginn 21. nóvember í Íþróttahöllinni á Akureyri. Skráning hefur verið mjög góð og það stefnir í gríðarlega flott mót. Áfram gakk!

Körfuboltakveðja, mótsnefnd.