Bleacher Report birti rétt í þessu uppfærða kraftröðun fyrir næsta tímabil, 2020-21, í NBA deildinni. Nú aðeins nokkrir dagar síðan að síðasta tímabil endaði með sigri Los ngeles Lakers, eru þeir í efsta sæti listans.

Næstir þar á eftir eru meistarar deildarkeppni síðasta tímabils Milwaukee Bucks, sem duttu út í annarri umferð úrslitakeppninnar á móti spútnikliði Miami Heat, en þeir gerðu sér lítið fyrir og unnu Austurströndina áður en þeir lágu í valnum fyrir Lakers í úrslitum, 4-2.

Listann má í heild sjá hér fyrir neðan, en eins og svo oft er farið yfir, þá er hér ekki um neina eiginlega spá aað ræða fyrir næsta tímabil, heldur er þetta metið útfrá styrk liðanna í dag.

Mikið vatn á eftir að renna til sjávar þangað til næsta tímabil byrjar, en ekki er talið að það verði fyrr en á næsta ári. Leikmannamarkaður liðanna er að opna, svo er nýliðavalið ekki fyrr en í nóvember.

Frekari rökstuðning má finna fyrir sætum liðanna hér

Kraftröðun BR NBA 2020-21

  1. Los Angeles Lakers

2. Milwaukee Bucks

3. LA Clippers

4. Golden State Warriors

5. Boston Celtics

6. Brooklyn Nets

7. Miami Heat

8. Denver Nuggets

9. Philadelphia 76ers

10. Utah Jazz

11. Toronto Raptors

12. Houston Rockets

13. Dallas Mavericks

14. Portland Trail Blazers

15. Indiana Pacers

16. Phoenix Suns

17. New Orleans Pelicans

18. Memphis Grizzlies

19. Minnesota Timberwolves

20. San Antonio Spurs

21. Atlanta Hawks

22. Oklahoma City Thunder

23. Orlando Magic

24. Chicago Bulls

25. Sacramento Kings

26. Washington Wizards

27. Charlotte Hornets

28. Detroit Pistons

29. New York Knicks

30. Cleveland Cavaliers