Einn leikur er í kvöld í fyrstu umferð Dominos deildar karla.

Valur tekur á móti Stjörnunni í Origo Höllinni í Reykjavík.

Upphaflega áttu tveir lokaleikir þessarar fyrstu umferðar að vera á dagskrá í kvöld, en leik Þórs Akureyri og Keflavíkur var frestað svo að eini leikur kvöldsins verður í Origo Höllinni.

Þessi fyrsta umferð fór af stað í gær, en þá lögðu Grindavík heimamenn í Hetti á Egilsstöðum í framlengdum leik, ÍR hafði betur gegn Tindastól í Síkinu, Þór vann Hauka heima í Þorlákshöfn og í Vesturbænum lágu heimamenn í KR fyrir Njarðvík.

Leikur kvöldsins

Dominos deild karla:

Valur Stjarnan – kl. 20:00