KKÍ gaf í dag út reglur um æfingar og keppni vegna Covid-19. Þær er í heild hægt að lesa hér, en í þeim er farið nokkuð ítarlega yfir hvað má og má ekki bæði fyrir landsbyggðina og höfuðborgarsvæðið. Tekið er fram að þær gildi til 3. nóvember.

Sérstaklega er tekið fram þar að æfingar megi fara fram á höfuðborgarsvæðinu svo framarlega sem nándarmörk séu virt og sameiginlegur búnaður sé ekki í notkun. Þá geti æfingar utan höfuðborgarsvæðisins farið fram venju samkvæmt sé öllum reglum fylgt.