Lið Indiana Pacers í NBA deildinni hefur ráðið Nate Bjorkgren sem þjálfara sinn, en liðið hafði verið án þjálfara síðan að Nate McMillan var rekinn þann 26. ágúst síðastliðinn.

McMillan hafði stýrt Pacers frá árinu 2016 með ágætis árangri, þar sem liðinu gekk oftast nokkuð vel í deildarkeppninni, en alls ekki nógu vel í úrslitakeppni. Pacers með 3-16 árangur þar undir stjórn McMillan.

Bjorkgren kemur til liðsins frá Toronto Raptors, þar sem hann hafði verið aðstoðarþjálfari í teymi Nick Nurse frá árinu 2018. Þar áður hafði hann verið aðstoðarþjálfari hjá Phoenix Suns.