Jón Bender kynnti í september þjálfurum áherslur dómaranefndar fyrir núverandi keppnistímabil og þá fór Kristinn Óskarsson yfir þær reglubreytingar sem gerðar voru fyrir tímabilið.
Hér er hægt að skoða leikreglur, áherslur og annað
Lagði dómaranefnd þar áherslu á að dómarar myndu dæma tæknivillur í takt við þær reglur og áherslur sem viðhefðust innan FIBA. Hér fyrir neðan er hægt að sjá myndband sem útskýrir þessar áherslur.
Þá var einnig farið yfir og minnt á aukahluti leikmannaa, þar sem að allir aukahlutir sama félags skuli vera í sama lit. Sérstaklega er tekið fram að þar eigi einnig við um undirbuxur, undirboli og svitabönd.