Nú er kominn í loftið fantasy leikur fyrir íslensku körfuna. Leikurinn byggir á grunni sama leiks og var í boði fyrir karladeildina í fyrra. Leikurinn sem heitir Troðslan er þróaður og rekinn af hugbúnaðarfyrirtækinu 0101 og er í samstarfi við Domino’s á Íslandi.

Skráning fyrir fyrstu umferð lokar þegar fyrsti leikur tímabilsins fer af stað kl. 18:30.

Hérna skráir þú lið til leiks

Samkvæmt tölfræði forráðamanna leiksins eru fimm leikmenn vinsælastir í Dominos deild karla. Listann má sjá hér fyrir neðan, en efstir á honum eru Dominykas Milka hjá Keflavík og Nikolas Tomsick leikmaður Tindastóls. Hvor um sig er í um 40% allra liða fantasy deildarinnar. Þar á eftir kemur Kristófer Acox leikmaður Vals í 30% liða og þar fyrir neðan Jaka Brodnik leikmaður Tindastóls í 17% liða og Ægir Þór Steinarsson leikmaður Stjörnunnar í 16% liða.

Vinsælustu leikmenn:

Dominykas Milka 41%
Nikolas Tomsick 40%
Kristófer Acox 30%
Jaka Brodnik 17%
Ægir Þór Steinarsson 16%