Martin Hermannsson og félagar í Valencia lögðu í kvöld heimamenn í Zalgiris Kaunas með 12 stigum, 82-94, í 5. umferð setrkustu deildar Evrópu, EuroLeague.

Atkvæðamestur fyrir Valencia í leiknum var Bojan Dubljevic með 16 stig og 5 fráköst. Fyrir Zalgiris var það Lukas Lekavicius sem dróg vagninn með 9 stigum, 3 fráköstum og 5 stoðsendingum.

Martin hvíldi leikinn í kvöld og kom ekki við sögu. Valencia eru nú við topp deildarinnar með þrjá sigurleiki og eitt tap eftir fyrstu fimm umferðirnar, en leik þeirra í fjórðu umferð gegn Zenit hafði verið frestað.

Tölfræði leiks