Martin Hermannsson og félagar hans í Valencia unnu í kvöld franska liðið ASVEL Villeurbanne í fyrstu umferð Euroleague, 65-63.

Á 13 mínútum spiluðum í leiknum skoraði Martin 5 stig, gaf 2 stoðsendingar og stal einum bolta, en atkvæðamestur fyrir Valencia í leiknum var Derrick Williams með 15 stig og 5 fráköst.

Það er ekki langt á milli stórra leikja í þessari bestu deild Evrópu, en þann 8. næstkomandi mun liðið leika við Real í Madríd.

Tölfræði leiks