Snnkllður Íslendingslagur var í Sn Luis í Valencia í dag þegar að heimamenn tóku á móti Casademont Zaragoza í spænsku ACB deildinni. Tryggvi Snær Hlinason með liði Zaragoza, en Martin Hermaannsson með heimamönnum í Valencia.

Fór svo að lokum að Valencia vann leikinn með 9 stigum, 93-84, en Zaragoza hafði leitt mest allan leikinn. Ekki sveik frammistaða íslensku leikmannanna í leiknum, báðir tveir frábærir fyrir sín lið. Martin með 16 stig, 3 fráköst og 2 stoðsendingar, en Tryggvi með 11 stig, 9 fráköst og 2 stoðsendingar.

Eftir leikinn er Valencia í 9. sæti deildarinnar með þrjá sigurleiki, en Zaragoza í því 14. með tvo.

Tölfræði leiks