Samkvæmt tilmælum sóttvarnarlæknis og almannavarnardeildar ríkislögreglustjóra ætti allt íþróttastarf á höfuðborgarsvæðinu að stöðvast þangað til 19. október.

Hafa þessi tilmæli verið send frá ÍSÍ á sérsambönd. Félög utan höfuðborgasvæðis eru ekki talin þurfa að gera slíkt hið sama. KKÍ gaf það út í gær að öllu mótahaldi yrði frestað til 19. október, en samkvæmt þessum tilmælum myndu allar æfingar allra aldurshópa einnig frestast um þennan tíma.

Höfuðborgarsvæðið er skilgreint sem Reykjavík, Seltjarnarnesbær, Mosfellsbær, Kjósarhreppur, Hafnarfjarðarkaupstaður, Garðabær og Kópavogur.