Dominos deildar lið Vals hefur samið við leikstjórnandann Miguel Cardoso um að leika með liðinu á yfirstandandi tímabili. Tilkynnir félagið þetta á samfélagsmiðlum fyrr í dag.

Cardoso kemur frá Portúgal og er 27 ára gamall. Síðast var hann á mála hjá CB Almansa í Leb Oro deildinni á Spáni, en þá hefur hann einnig verið hluti af portúgalska landsliðinu.