Samkvæmt breytingu á skipulagi hjá kkí mun Keflavík heimsækja Skallagrím í Borgarnes komndi laugardag kl. 16:15 í Dominos deild kvenna.

Mun þetta verða fyrsti leikur sem spilaður er í deildinni síðan 3. október, en vegna samkomutakmarkanna var deildinni þá frestað.

Samkvæmt skipulaginu er næsti leikur svo á dagskrá þann 5. nóvember á milli Keflavíkur og Snæfells, en eftir það er svo landsliðsgluggi hjá kvennalandsliðinu sem tekur nokkrar vikur.