Framleiðendur körfuboltaleiksins NBA 2K21 hækkuðu í gær mat sitt á mörgum af nýkryndum meisturum deildarinnar í Los Angeles Lakers.

Þannig er LeBron James kominn með hæstu einkunn í leiknum, eða 98 af 100, þá er hans númer tvö hjá Lakers, Anthony Davis kominn í 96. Minni spámenn byrjunarliðs Lakers eru nokkuð neðar, Danny Green og Kentavious Caldwell-Pope báðir í 76 og Alex Caruso í 75.

Með hækkuninni tekur James framúr verðmætasta leikmanni deildarinnar síðustu tvö tímabil Giannis Antetokounmpo, en báðir leikmennirnir voru jafnir í 97 þegar að leikurinn kom út þann 4. september.