Einn leikur fór fram í kvöld í fyrstu umferð Dominos deildar karla.

Keflavík lagði heimamenn í Þór á Akureyri nokkuð örugglega, 74-94. Leikurinn sá fyrsti sem liðin léku í vetur, en Keflavík færist með sigrinum í efsta sæti deildarinnar vegna stigatölu.

Staðan í Dominos deildinni

Þá lagði sameinað lið Hamars og Þórs lið Stjörnunnar í fyrstu deild kvenna, 77-74. Með sigrinum færist Þór/Hamar upp í annað sæti deildarinnar, með tvo sigra og eitt tap eftir þrjá leiki. Leikurinn var sá fyrsti sem Stjarnan lék í vetur.

Staðan í fyrstu deildinni

Úrslit kvöldsins

Dominos deild karla:

Þór Akureyri 74 – 94 Keflavík

Fyrsta deild kvenna:

Þór/Hamar 77 – 74 Stjarnan