Keflavík lagði heimamenn í Þór Akureyri fyrr í kvöld í lokaleik fyrstu umferðar Dominos deildar karla, 74-94. Leikurinn sá fyrsti sem liðin léku í vetur, en Keflavík færist með sigrinum í efsta sæti deildarinnar vegna stigatölu.

Hérna er meira um leikinn

Karfan spjallaði við leikmann Þórs, Júlíus Orra Ágústsson, eftir leik í Höllinni á Akureyri. Júlíus átti stórgóðan leik þrátt fyrir tapið, skilaði 28 stigum, 2 fráköstum, 3 stoðsendingum og 6 stolnum boltum.