Miami Heat lögðu Los Angeles Lakers með 11 stigum rétt í þessu í þriðja leik úrslitaeinvígis liðanna um NBA titilinn. Lakers höfðu unnið fyrstu tvo leiki einvígissins og er staðan því 2-1. Næst munu liðin leika komandi þriðjudag, en það lið sem vinnur fyrst 4 leiki verðu meistari.

Leikurinn var nokkuð jafn í fyrri hálfleiknum. Þar sem að Heat voru þó skrefinu á undan, leiddu með 3 stigum eftir fyrsta leikhluta, 23-26, en þegar í hálfleik var komið var forysta þeirra 4 stig, 54-58.

Í upphafi seinni hálfleiksins var leikurinn svo áfram nokkuð jafn, þó svo að áfram hafi Heat verið skrefinu á undan. Forysta þeirra 5 stig fyrir lokaleikhlutann, 80-85. Á fyrstu mínútum fjórða leikhlutans gerðu Lakers vel í að jafna leikinn, en aftur náðu Heat að slíta sig frá þeim. Sigruðu leikinn svo að lokum með 11 stigum, 104-115.

Atkvæðamestur fyrir Lakers í leiknum var LeBron James með 25 stig, 10 fráköst og 8 stoðsendingar. Fyrir Heat var Jimmy Butler stórkostlegur, setti 40 stig, tók 11 fráköst og gaf 13 stoðsendingar.

Tölfræði leiks