Íslenska karlalandsliðið mun 23.-29. nóvember leika í undankeppni heimsmeistaramótsins sem fram fer árið 2023. Riðillinn sem Ísland er í er reyndar undankeppni að sjálfri undankeppninni, en til þess að komast áfram verður liðið að ná góðum úrslitum í nóvemberglugganum.

Líkt og hjá íslenska kvennalandsliðinu, mun vegna ástandsins vera leikið í búbblu, en undan-undankeppnin er á tveimur mismunandi stöðum. Önnur í Matosinhos í Portúgal og sú sem ísland er í Bratislava í Slóvakíu.

Liðin sem munu mætast í búbblunni úr riðli Íslands í lok nóvember eru Kósovó, Lúxemborg og heimamenn í Slóvakíu. Í síðasta glugga í febrúar á þessu ári hafði Ísland tapað fyrir Kósovó ytra og síðan unnið Slóvakíu heima.

Samkvæmt Evrópulista FIBA er Ísland 25. sterkasta lið álfunnar, Kósovó 37. sterkasta, Lúxemborg 39. sterkasta og Slóvakía það 36. sterkasta. Því mætti leiða líkur að því að Ísland ætti góða möguleika gegn þessum þjóðum.

Hérna er heimasíða keppninnar