Bakvörðurinn Ingvi Þór Guðmundsson mun ekki hefja tímabilið með Dresden Titans í þýsku ProB deildinni. Staðfesti leikmaðurinn þetta í samtali við Körfuna fyrr í dag.

Samkvæmt leikmanninum mun það skýrast í vikunni hvert hann mun fara, en hann gat ekki gefið það upp að svo stöddu.

Ingvi hefur leikið stórt hlutverk í liði Grindavíkur síðustu ár. Á síðustu leiktíð var hann með 14 stig, 5 fráköst og 5 stoðsendingar að meðaltali í leik í Dominos deildinni.