Hilmar Smári Henningsson fer vel af stað með ungmennaliði Valencia þetta tímabilið á Spáni. Unnu þeir leik sinn í kvöld gegn Inalco Alcora Caixa Rural nokkuð örugglega, 49-93. Áður hafði liðið unnið Basquet Aldaia í fyrsta leik tímabilsins þann 17. síðastliðinn.

Var Hilmar Smári stigahæsti leikmaður vallarins með 26 stig, en við það bætti hann 2 fráköstum, stoðsendingu og 3 stolnum boltum. Þá var hann einkar skilvirkur í leiknum. 26 stigin skoraði hann á 75% skotnýtingu, en hann setti 6 þrista í leiknum úr 9 tilraunum.

Tölfræði leiks