Helena Haraldsdóttir er gengin til liðs við 1. deildar lið Vestra í gegnum venslasamning við KR. Helena, sem er fædd árið 2003 og leikur stöðu miðvarðar, lék upp alla yngri flokka með KFÍ og Vestra en gekk til liðs við KR síðastliðið haust þegar hún flutti suður vegna náms. Hún á að baki leiki með U-15 og U-16 landsliðum Íslands og var í æfingahópi U-18 landsliðsins í sumar.

Helena verður áfram búsett í Reykjavík en mun hjálpa liðinu í útileikjum og mögulega einhverjum heimaleikjum. Helena skrifaði nýverið undir samning við KR og mun áfram æfa og spila með meistaraflokki KR.