Haukur Helgi Pálsson og félagar í Morabanc Andorra lágu í kvöld fyrir Barcelona í ACB deildinni á Spáni, 82-71. Eftir leikinn er Andorra með 6 stig í 11. sæti á meðan að Barcelona er í því 3. með 10.

Fyrir Brcelona var Rolands Smits atkvæðamestur með 15 stig og 2 fráköst. Hjá Andorra voru það Tyson Pérez, Jeremy Senglin og Haukur Helgi sem drógu vagninn með 10 stig hver.

Tölfræði leiks