Haukur Helgi Pálsson og félagar hans í Morabanc Andorra lögðu San Pablo Burgos í framlengdum leik í ACB deildinni á heimavelli sínum Poliesportiu d’Andorra í gær, 87-82.

Á rúmum 32 mínútum spiluðum skilaði Haukur Helgi 18 stigum og 4 fráköstum, en hann var næst stigahæstur í liði Andorra í leiknum.

Eftir fyrstu sex umferðirnar eru Andorra um miðja deild, með þrjá sigra og þrjú töp.

Tölfræði leiks