Haukur Helgi Pálsson og félagar hans í Morabanc Andorra töpuðu með 15 stigum í kvöld, 76-61, fyrir Lokomotiv Kuban Krasnodar í fjórðu umferð riðlakeppni EuroCup.

Atkvæðamestur fyrir Krasnodar í leiknum var Kevin Hervey með 17 stig og 12 fráköst. Fyrir Andorra var það Nacho Llovet sem dróg vagninn með 6 stigum og 8 fráköstum.

Haukur Helgi var næst stigahæstur í liði Andorra í leiknum með 12 stig, en einu stigi meira skoraði David Jelinek. Við það bætti Haukur svo 4 fráköstum, 2 stoðsendingum og stolnum bolta á rúmum 22 mínútum spiluðum í leiknum.

Tölfræði leiks

Andorra eru með einn sigur og þrjú töp í fjórða sæti C riðils eftir fyrstu fjórar umferðir EuroCup. Efst í riðlinum eru AS Monaco og Virtus Bologna sem hvorugt hefur tapað leik það sem af er.