Haukar lögðu Breiðablik með 12 stigum fyrr í kvöld í þriðju umferð Dominos deildar kvenna, 63-51. Eftir leikinn eru Haukar með tvo sigra og eitt tap á meðan að Breiðablik hafa tapað fyrstu þremur leikjum sínum á tímabilinu.

Það voru heimakonur í Haukum sem byrjuðu leik kvöldsins betur. Leiddu eftir fyrsta leikhluta með 7 stigum, 17-10. Undir lok fyrri hálfleiksins hélst sú forysta þeirra svo að mestu, 8 stiga munur þegar að liðin héldu til búningsherbergja í hálfleik, 31-23.

Í upphafi seinni hálfleiksins settu heimakonur svo fótinn aftur á bensíngjöfina, unnu þriðja leikhlutann með 9 stigum og voru því heilum 17 stigum yfir fyrir lokaleikhlutann. Í honum gerðu þær svo nóg til þess að sigla að lokum nokkuð öruggum 12 stiga sigur í höfn, 63-51.

Atkvæðamest fyrir Hauka í leiknum var Alyesha Lovett með 25 stig og 8 fráköst. Fyrir Breiðablik var það Jenný Harðardóttir sem dróg vagninn með 14 stigum og 3 fráköstum.

Tölfræði leiks

Myndasafn

Myndir / Bjarni Antonsson