Formaður KKÍ Hannes Sigurbjörn Jónsson gagnrýnir stjórnvöld í færslu sinni á samfélagsmiðlinum Facebook í dag. Færsluna má í heild lesa hér fyrir neðan, en þar furðar hann sig meðal annars á því að í dag hafi líkamsræktarstöðvar mátt opna á höfuðborgarsvæðinu á meðan að æfingar og keppni í íþróttum eru ekki leyfilegar.

KKÍ sendi frá sér tilkynningu í gær um að öllu mótahaldi hafi verið frestað til 3. nóvember, en þá eru það tæplega 300 leikjum sem frestað hefur verið síðan að samkomutakmarkanir voru settar á fyrr í mánuðinum.

Þá létu Snorri Örn Arnaldsson, starfsmaður sambandsins, Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar og Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Vals, einnig í sér heyra.