Nýliðar Hattar hófu leik í Dominos deild karla í kvöld er liðið mætti Grindvíkingum í MVA Höllinni í kvöld. Í lið heimamanna vantaði Matej Karlovic og hjá gestunum vantaði Sigtrygg Arnar Björnsson.
Báðum liðum gekk frekar illa að skora í upphafi leiks og ekki mikil hraði í leiknum. Með sanni má segja að það hafi verið haustbragur á báðum liðum til að byrja með. Grindvíkingar höfðu frumkvæðið í fyrsta leikhluta og leiddu 15-17.
Í öðrum leikhluta náði Höttur að jafna leikinn og náð mest átta stiga forskoti og var staðan 40 – 37 í hálfleik.
Seinni hálfleikur var svipaður og fyrri, mikill barningur og ekki mikið skorað. Grindvíkingar náðu að jafna um miðjan leikhlutann enn Höttur hafði áfram frumkvæðið. Höttur leiddi eftir þriðja leikhluta, 64-61.
Þegar þrjár mínútur eru til leiksloka, í stöðunni 78-74, taka Grindvíkingar leikhlé. Má segja að þeir hafi náð vopnum sínum og ná að breyta stöðunni í 78-80 þegar um 20 sekúndur voru eftir. Höttur velur að freista þess að vinna leikin og skjóta þriggja stiga skoti sem klikkar en Dino Stipcic tók mikilvægt frákast og setti lay up og jafnaði leikinn 80-80. Staðreyndin framlenging.
Í framlengingu kom reynsla Grindvíkinga í ljós, náðu þeir góðu forskoti með þremur skynsömum og skilvirkum kerfum og breyttu stöðunni í 82-89. Það var of stórt forskot og náðu þeir að sigla sigrinum heim af vítalínunni, þar sem síðari partur framlengingar fór að mestu leyti fram. Lokatölur 94-101.
Höttur helst til duglegir að brjóta og Grindvíkingar nýttu vítin sín ágætlega.
Höttur fékk jafnt og gott framlag frá flestu sínum leik mönnum, Siggi Þorsteins með 21 stig og 11 fráköst en Shavar Newkirk með 24 stig og 9 fiskaðar villur.
Hjá Grindvíkingum var Dagur Kár með 25 stig, Eric wise með 21 stig og Joonas Jarvelainen með 20 stig
Höttur-Grindavík 94-101 (15-17, 25-20, 24-24, 16-19, 14-21)
Höttur: Shavar Tharel Newkirk 24/7 fráköst, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 21/11 fráköst, Dino Stipcic 16/8 fráköst/5 stoðsendingar, Eysteinn Bjarni Ævarsson 13/5 fráköst, Hreinn Gunnar Birgisson 8, Juan Luis Navarro 5, David Guardia Ramos 5/6 fráköst, Sigmar Hákonarson 2, Brynjar Snaer Gretarsson 0, Bóas Jakobsson 0.
Grindavík: Dagur Kár Jónsson 25/5 fráköst, Eric Julian Wise 21/4 fráköst, Joonas Jarvelainen 20/5 fráköst, Björgvin Hafþór Ríkharðsson 16/6 fráköst, Ólafur Ólafsson 15/8 fráköst, Kristinn Pálsson 4, Þorleifur Ólafsson 0, Johann Arni Olafsson 0, Hinrik Guðbjartsson 0, Jens Valgeir Óskarsson 0, Kristófer Breki Gylfason 0.
Umfjöllun: Pétur Guðmundsson