Dominos deildar lið KR hefur sagt skilið við þjálfarann Francisco Garcia. Tilkynnir félagið þetta á samfélagsmiðlum fyrr í dag.
Við liðinu mun taka hinn bandaríski Mike Denzel, en honum til halds og trausts verður Guðrún Arna Sigurðardóttir. Formlega mun Denzel taka við liðinu í lok vikunnar, en þangað til munu Jóhannes Árnason og Guðrún Arna stjórna liðinu.
Næst leikur liðið gegn Snæfell á miðvikudaginn. Garcia hafði stýrt KR liðinu í tveimur leikjum það sem af er tímabili og töpuðust báðir. Sá fyrri gegn Keflavík í Keflavík, en sá seinni gegn Skallagrím í DHL Höllinni.