Í gær var það tilkynnt að Zenit hefði tapað leikjum sínum í EuroLeague fyrir Valenciaa og Baskonia báðum 20-0 vegna þeirra fjölda leikmannaa sem greinst hefðu með Covid-19 í liðinu.

Var það gert samkvæmt reglugerð þar sem að fleiri en 8 leikmenn liðsins höfðu greinst og gátu þeir því ekki mætt með 8 leikmenn til leikjanna. Upphaflega hafði liðið svarað þessu með því að þeim þættu þessar reglur harðar, en að þetta væru reglurnar engu síður.

Samkvæmt ákvörðun deildarinnar nú á þriðjudag vill deildin hinsvegar breyta þessum reglum og fresta leikjum Zenit við Valencia og Baskonia í stað þess að dæma þeim ósigur.

Ekki eru öll kurl komin til grafar varðandi tillöguna, en til þess að þessi breyting geti átt sér stað þurfa félög deildarinnar að samþykkja breytinguna.