Karfan hefur heimildir fyrir því að Þór Akureyri sé að semja við Bjarka Ármann Oddssson um að taka við liðinu eftir að Andy Johnston var látinn fara á dögunum. Í yfirlýsingu frá Þór sagði að Andy væri látinn fara vegna fjárhagsörðugleika félagsins. Gera heimildir Körfunnar ráð fyri því að Bjarki verði kynntur á næstu dögum, það gæti þó breyst.

Bjarki er uppalinn Þórsari sem lék með liðinu upp alla yngri flokka og í meistaraflokki, þá lék Bjarki einnig með KR veturinn 2006 – 2007. Síðastliðin ár hefur hann haldið til á Austurlandi þar sem hann hefur gert flotta hluti með yngri flokka á Reyðarfirði.