Landsliðsbakvörðurinn Elvar Már Friðriksson og félagar hans í Šiaulių Šiauliai töpuðu í dag fyrir Vilniaus Rytas, 108-80, í LKL deildinni í Litháen. Šiauliai er eftir leikinn eitt á borni deildarinnar með tap í fyrstu 5 leikjum sínum á meðan að Rytas eru taplausir í efsta sætinu eftir jafn marga leiki.

Atkvæðamestur í liði Rytas í dag var Arnas Butkevičius með 11 stig, 5 fráköst, 4 stoðsendingar og 4 stolna bolta. Fyrir Šiauliai var það Elvar sem dróg vagninn með 14 stigum, 4 fráköstum, 6 stoðsendingum og 4 stolnum boltum.

Þrátt fyrir töpin, er Elvar einn af betri leikmönnum deildarinnar það sem af er tímabili. Að meðaltali í leik er hann 7. stigahæsti, efstur í stoðsendingum og í 4. sæti framlags.

Tölfræði leiks