Landsliðsbakvörðurinn Elvar Már Friðriksson var valinn í lið vikunnar í LKL deildinni í Litháen, en þar leikur hann með liði Siauliai. Lið hans leitar enn að fyrsta sigri sínum í vetur eftir fyrstu sex umferðirnar, en Elvar hefur samt sem áður verið góður.

Í síðasta leik, sem þeir töpuðu fyrir Lietkabelis, skilaði Elvar 20 stigum, 4 fráköstum og 4 stoðsendingum og kom sú frammistaða honum í lið vikunnar í deildinni.

Elvar hefur annars verið atkvæðamikill í þessum fyrstu sex umferðum, að meðaltali annar stoðsendingahæsti og framlagshæsti leikmaður deildarinnar.

Næst leikur Siauliai í deildinni gegn Nevezis þann 25. október.