Landsliðsmaðurinn Elvar Már Friðriksson og félagar hans í Siauliai máttu þola enn eitt tapið í LKL deildinni í Litháen í gær fyrir Lietkabelis, 101-76.

Sem áður var Elvar atkvæðamestur í liði Siauliai með 20 stig, 4 fráköst og 4 stoðsendingar. Fyrir Lietkabelis var það Paulius Valinskas sem dróg vagninn með 22 stigum og 9 fráköstum.

Siauliai er sem stendur í neðsta sæti deildarinnar, enn án sigurs eftir fyrstu sex umferðirnar, en Elvar hefur verið þriðji framlagshæsti leikmaður deildarinnar að meðaltali.

Tölfræði leiks