Landsliðsmaðurinn Elvar Már Friðriksson og félagar í Siauliai töpuði í dag í 16 liða úrslitum bikarkeppninnar í Litháen fyrir Klaipedos Neptunas, 82-87.

Fyrirkomulag keppninnar er þannig að leikið er heima og heiman og þurfa Elvar Már og félagar því að vinna næsta leik liðanna til þess að eiga möguleika á að komast áfram, en Neptunas leika í LKL deildinni með þeim.

Líkt og verið hefur það sem af er vetri var Elvar atkvæðamikill fyrir sína menn í leiknum, skilaði 19 stigum, 4 fráköstum og 3 stoðsendingum.

Tölfræði leiks