Þór Akureyri staðfesti í gær að Bjarki Ármann Oddsson hafi verið ráðinn þjálfari Dominos deildar liðs karla hjá félaginu, en þar mun orðrómur sem Karfan birti fyrst miðla þann 20. síðastliðinn vera staðfestur.

Fyrr í mánuðinum hafði félagið sagt upp samningi sínum við bandaríska þjálfarann Andy Johnston. Johnston þjálfaði liðið í aðeins einn deildarleik, en það var tapleikur fyrir Keflavík í fyrstu umferðinni.

Bjarki er uppalinn Þórsari sem lék með liðinu upp alla yngri flokka og í meistaraflokki, þá lék Bjarki einnig með KR veturinn 2006 – 2007. Síðastliðin ár hefur hann haldið til á Austurlandi þar sem hann hefur gert flotta hluti með yngri flokka á Reyðarfirði.

Bjarki var í viðtali við Þór Tv eftir að gengið hafði verið frá samningnum, en það má sjá hér fyrir neðan.