Hrunamenn lögðu Selfoss fyrr í kvöld í fyrsta leik fyrstu deildar karla, 95-81. Atkvæðamestir fyrir Selfoss í leiknum voru Arnór Bjarki Eyþórsson með 12 stig og 3 fráköst og Gunnar Steinþórsson með 15 stig, 5 fráköst og 6 stoðsendingar. Fyrir Hrunamenn var það Corey Taite sem dróg vagninn með 42 stigum, 6 fráköstum og 10 stoðsendingum.

Hérna er meira um leikinn

Karfan spjallaði við þjálfara Hrunamanna, Árna Þór Hilmarsson, eftir leik á Flúðum.