Stjörnuleikmaður meistara Los Angeles Lakers Anthony Davis er sagður muni segja sig frá síðasta ári samning síns, en möguleiki sá er gefinn leikmanninum í samningnum á þessu síðasta ári hans.

Aðdáendur annarra liða ættu þó ekki að gera sér of miklar vonir, því samkvæmt Shams Charania á The Athletic mun Davis semja upp á nýtt við Lakers. Geri hann svo, mun hann þá segja sig frá þeim 28.7 miljónum dollara sem núverandi samningur hans segir til um að hann eigi að fá borgað á þessu síðasta tímabili hans og semja upp á nýtt fyrir hærri fjáarhæð.