Elvar Már Friðriksson og félagar hans í Šiaulių Šiauliai töpuðu sínum fjórða leik í röð fyrir Prienai í gær í LKL deildinni í Litháen, 94-87.

Á tæpum 35 mínútum spiluðum í leiknum skilaði Elvar 20 stigum, 3 fráköstum og 11 stoðsendingum.

Eftir fjórar umferðir er Šiauliai í neðsta sæti deildarinnar með fjögur töp eftir fyrstu fjórar umferðirnar, en næst leika þeir við stórlið Rytas þann 10. október.

Tölfræði leiks