Elvar Már Friðriksson og Šiaulių Šiauliai töpuðu fyrrí dag fyrir Kėdainių Nevėžis í LKL deildinni í Litháen, 96-77. Eftir leikinn eru Nevėžis sem áður í efri hluta töflunnar á meðan að Šiauliai leita enn að fyrsta sigurleik vetrarins.

Atkvæðamestur fyrir Nevėžis í leiknum var Julius Kazakauskas með 13 stig, 8 fráköst og 4 stoðsendingar. Fyrir Šiauliai var það Arminas Urbutis sem dróg vagninn með 21 stigi og 6 fráköstum.

Elvar var sem áður í stóru hlutverki hjá liðinu í leiknum, skilaði 14 stigum, 3 fráköstum og 11 stoðsendingum á rúmum 38 mínútum spiluðum.

Tölfræði leiks