Samkvæmt óstaðfestum heimildum Körfunnar eru þeir Þorleifur Ólafsson, Ómar Örn Sævarsson og Jóhann Árni Ólafsson á æfingum með Dominos deildarliði Grindvíkur þessa dagana, en liðið er eins og önnur, að gera sig klárt fyrir Íslandsmótið sem hefst í byrjun október.

Samkvæmt heimildum Körfunnar má vera að leikmennirnir verði með liðinu á komandi tímabili í Dominos deildinni, en þeir höfðu allir lagt skóna á hilluna á síðustu þremur árum og enginn þeirra kom við sögu í leik á því síðasta. Jóhann Árni síðast tímabilið 2018-19, Ómar Örn 2017-18 og Þorleifur 2016-17.

Ef af verður er ljóst að um gríðarlega reynslu er að ræða fyrir félagið. Leikmenn sem hafa unnið alla titla á Íslandi. Þó eitthvað komnir til ára sinna, Þorleifur 35 ára, Ómar Örn 38 ára og Jóhann Árni 34 ára.