Nú er komið í loftið fantasy leikur fyrir íslensku körfuna. Leikurinn byggir á grunni sama leiks og var í boði fyrir karladeildina í fyrra. Leikurinn sem heitir Troðslan er þróaður og rekinn af hugbúnaðarfyrirtækinu 0101 og er í samstarfi við Domino’s á Íslandi.

Hérna skráir þú lið til leiks

Troðslan verður í boði fyrir bæði karla og kvennadeild. Þar sem breytingar hafa verið í gangi hjá gagnaveitum sem snúa að íslensku körfunni náðist ekki í tæka tíð að koma leiknum upp kvenna megin, en það verður opnað fyrir skráningar á allra næstu dögum.

Leikurinn snýst um það að velja sitt lið sem samanstendur af 8 leikmönnum.

·         3 bakverðir

·         2 framherjar

·         1 miðherji

·         2 í hvaða stöðu sem er og þeir leikmenn eru jafnframt varamenn.

Leikmenn safna stigum eftir tölfræðinni sem þeir skila, varamenn telja aðeins til skila ef einhver af byrjunarliði spilar ekki.

Skorað stig1Stolinn bolti2
3stiga karfa0,5Tapaður bolti-0,5
Frákast1,25Tvöföld tvenna2
Stoðsending1,5Þreföld tvenna5
Varið Skot2 

Domino’s gefur vinninga í hverri umferð fyrir stigahæstu liðin. Vertu með á Troðslan.is