Þór Akureyri hefur samið við Jamal Smith, 28 ára framherja um að spila með liðinu í Domino´s deildinni í vetur.

Jamal Smith er Bandaríkjamaður en er þó með Hollenskt vegabréf. Jamal hefur komið víða við á sínum leikmannaferli en hann hefur leikið í Belgíu, Hollandi, Kína (2017), Ítalíu (2018) og Þýskalandi (2019). Styrkleikar Jamals liggja fyrst og fremst í að hann er góður án bolta, duglegur að hreyfa sig og er öflugur að búa til sín skot upp úr skrínum. Jamal getur þó einnig sett boltann niður á gólfið og búið til sín eigin skot.

Tímabilið 2018 – 2019 lék Jamal Smith með ART Giants Duesseldorf í Pro B deildinni við góðan orðstír. Jamal skoraði 14 stig, gaf eina stoðsendingu og stal 2 boltum á þeim 19 mínútum sem hann spilaði að meðaltali. Tímabilið áður lék Jamal með Cestistica Barletta í Seriu C deildinni en þar skoraði hann 26 stig, tók 8 fráköst og gaf 4,5 stoðsendingu að meðaltali. 

Fyrir komu Jamals ákvað körfuknattleiksdeild Þórs að rifta samningum við framherjann Rowell Anton Bell sem reyndist samkvæmt félaginu ekki vera tilbúinn að taka að sér það leiðtogahlutverk sem þurfti,

Þór reiknar með að Jamal komi til landsins á mánudaginn kemur sem og leikstjórnandinn, Dedric Basile.