Nú í hádeginu var opinberuð spá formanna, þjálfara og fyrirliða félaga í Dominos deild karla fyrir komandi tímabil. Þá var einnig kynnt spá fjölmiðla.

Báðar spár er hægt að sjá hér fyrir neðan, en efstu sætin koma líklega lítið á óvart. Þar sem að Stjarnan er í efsta sæti annarrar og Tindastóll hinnar. Þá gera báðar spá ráð fyrir að ásamt þeim verði Valur, Keflavík, KR, Grindavík, Njarðvík og ÍR í úrslitakeppninni.

Domino´s deild karla · Spá fyrirliða, þjálfara og formanna félaga:

  1. Stjarnan 375
  2. Tindastóll 372
  3. Valur 359
  4. Keflavík 317
  5. KR 264
  6. Grindavík 244
  7. Njarðvík 236
  8. ÍR 197
  1. Haukar 170
  2. Þór Þorlákshöfn 118
  1. Höttur 93
  2. Þór Akureyri 63

Spá fjölmiðla:

  1. Tindastóll 112
  2. Stjarnan 111
  3. Keflavík 99
  4. Valur 88
  5. KR 69
  6. Njarðvík 68
  7. ÍR 64
  8. Grindavík 62
  1. Haukar 39
  2. Þór Þorlákshöfn 30
  1. Höttur 25
  2. Þór Akureyri 13