Snæfell hefur farið fram á að leikur þeirra í fyrstu umferð Dominos deildar kvenna annað kvöld gegn nýliðum Fjölnis verði frestað vegna þess að einn leikmaður þeirra er í sóttkví. Vísir greinir frá þessu.

Telur KKÍ ekki vera hægt að verða við ósk félagsins og að reglur um tiltekið málefni hafi bæði verið settar og að þær séu skýrar. Því mun leikurinn fara fram samkvæmt áætlun.

Tekið er fram að tiltekinn leikmaður er talinn lyklleikmaður Snæfells, en samkvæmt formanni félagsins mun liðið mæta til leiks á morgun, en vill að sambandið endurskoði málið.

Samkvæmt formanni KKÍ Hannesi S. Jónssyni, eru reglurnar sem settar voru í sumar mjög skýrar þegar kemur að því hvort fresta eigi leikjum eða ekki, en reglugerðina er hægt að lesa hér. Þar er tekið fram að frestun fáist eingöngu ef þrír eða fleiri mínútuhæstu leikmenn liðsins eru fjarri góðu gamni.