Tveir leikir fóru fram í annarri umferð úrslitakeppni NBA deildarinnar í gærkvöldi og í nótt.

Fyrri leikur kvöldsins var viðureign Boston Celtics og Toronto Raptors. Celtics með þægilega 2-0 stöðu í einvíginu fyrir leikinn og því góð ráð dýr fyrir meistarana, þar sem ekkert lið í sögunni hefur unnið einvígi sem farið hefur undir, 3-0.

Leikurinn nokkuð spennandi, en Celtics leiddu þó lungann úr honum. Undir lokin var það þessi sigurkarfa frá OG Anunoby sem skildi liðin að.

Sigurkarfa OG Anunoby:

Það helsta úr leik Celtics og Raptors:

Atkvæðamestur fyrir Raptors í leiknum var Kyle Lowry með 31 stig, 6 fráköst og 8 stoðsendingar. Fyrir Celtics var það Kemba Walker sem dróg vagninn með 29 stigum, 3 fráköstum og 3 stoðsendingum.

Úrslit kvöldsins

Toronto Raptors 104 – 103 Boston Celtics

Celtics leiða einvígið 2-1

Denver Nuggets 97 – 120 LA Clippers

Clippers leiða einvígið 1-0