Skallagrímur hefur framlengt samningum sínum við þær Sigrúnu Sjöfn Ámundadóttur og Maha Michalska og munu þær því báðar taka slaginn með félaginu í Dominos deild kvenna sem rúllar af stað þann 23. næstkomandi.

Sigrún Sjöfn er 31 árs framherji sem að upplagi er úr Skallagrím og leikið hefur með félaginu síðan árið 2015. Í 25 leikjum með liðinu á síðasta tímabili skilaði hún 7 stigum, 8 fráköstum og 4 stoðsendingum að meðaltali í leik.

Michalska er 25 ára bakvörður/framherji sem upphaflega kom til félagsins árið 2018, en í 24 leikjum á síðasta tímabili skilaði hún 10 stigum, 4 fráköstum og 2 stoðsendingum að meðaltali í leik.

Samkvæmt fréttatilkynningu Skallagríms mun liðið vera fullmannað fyrir átök komandi vetrar, en fyrsti leikur þeirra í Dominos deildinni er 23. næstkomandi gegn Haukum í Hafnarfirði.