KR hefur samið við Roberts Stumbris um að leika með liðinu á komandi tímabili í Dominos deild karla. Staðfestir aðstoðarþjálfari KR, Hörður Unnsteinsson þetta við Körfuna fyrr í dag.

Stumbris er 27 ára, 199 cm framherji frá Lettlandi sem síðast lék fyrir BC VEF Riga í heimalandinu, en á síðasta tímabili skilaði hann 7 stigum og 3 fráköstum á um 19 mínútum að meðaltali í leik með félaginu.

Samkvæmt heimildum mun leikmaðurinn vera kominn til landsins og mun hann ljúka sóttkví komandi sunnudag og verður hann því með liði KR sem mætir Njarðvík í fyrsta leik Dominos deildarinnar þann 1. október.