Pollamóts Þórs í körfuknattleik verður haldið öðru sinni laugardaginn 24. október í Íþróttahöllinni á Akureyri. Um er að ræða körfuboltamót fyrir eldri iðkendur. Keppt verður í fimm manna liðum í tveimur karlaflokkum (25-39 ára og 40+) og einum kvennaflokki (20 ára og eldri). Skráning fer fram á: pollamotkarfa@gmail.com.

Pollamót Þórs í körfuknattleik var haldið í fyrsta sinn síðastliðinn vetur og gekk ótrúlega vel. Mikil ánægja var með hvernig til tókst í fyrra og mótið verður enn glæsilegra í ár. Spilað verður frá morgni til kvölds og að lokinni verðlaunaafhendingu verður vegleg skemmtidagskrá. Langtímamarkmið mótsnefndar er að Pollamót Þórs í körfuknattleik komist á sama stall og Pollamót Þórs í fótbolta og Öldungurinn í blaki.

Mótsnefnd hvetur alla sem körfubolta geta valdið að skrá lið. Gamlir reynsluboltar úr körfunni eru sérstaklega hvattir til þess að dusta rykið af keppnisskónum og mæta norður til Akureyrar í fjörið.

Facebook-síða Pollamóts Þórs