Hamar hefur fengið til sín þrjá leikmenn fyrir baráttuna í 1.deild í vetur.
Maciek Klimaszewski sem er 24 ára miðherji kemur til Hamars frá nágrönnum þeirra á Selfoss en hann skilaði í fyrravetur 10 stigum og 4 fráköstum að meðaltali í leik.

Óli Gunnar og Maté

Steinar Snær Guðmundsson er 19 ára bakvörður sem kemur til Hamars frá Breiðablik og Óli Gunnar Gestsson er 18 ára framherji, Óli er uppalinn KR-ingur en spilaði í fyrra með liði KV.

Steinar Snær og Maté

“Það eru nokkrir leikmenn búnir að heltast úr lestinni með haustinu sökum langra meiðsla eða anna í öðru en körfubolta þannig að við erum mjög ánægðir með stækka hópinn aðeins og þá sérstaklega inn í teignum fyrir komandi átök” segir Máté Dalmay þjálfari Hamars um komu nýrra leikmanna.